Árni og Kristín

Blogg

Færslur um hvaðeina sem okkur þykir áhugavert. Notaðu hnappana til að sía eða flettu gegnum allt.

  • Ljósmúrinn í Berlín

    Um síðustu helgi var þess minnst að tuttugu og fimm ár eru liðin frá falli Berlínarmúrsins. Í tilefni af því var listgjörningurinn Ljósmúrinn – Lichtgrenze – settur upp í borginni. Hann samanstóð af 8000 upplýstum blöðrum sem var komið fyrir þar sem múrinn stóð áður, á fimmtán kílómetra leið frá Bornholmer Straße í norðri að East Side Gallery í suðri. Kveikt var á blöðrunum við sólsetur þann 7. nóvember og klukkan sjö sunnudaginn 9. nóvember var þeim sleppt, einni af annarri og ljósmúrinn leystist upp og sveif til himins. Með blöðrunum fylgdu stutt skilaboð og bænir frá börnunum í Berlín.

    Ég gekk hluta af þessari leið og tók nokkrar myndir. Það var sérstakt að upplifa þetta, ganga í gegnum hverfin þar sem Múrinn stóð, íhuga kjör fólksins sem lifði sitt hvoru megin við hann og þakka fyrir friðartáknið sem hann er núna.

    Ps. Á vef The Atlantic eru nokkrar magnaðar myndir af ljósmúrnum. Múrinn á líka sína síðu á Facebook.

    Pps. Ég tók líka fleiri myndir en þær sem eru hér að ofan.