Árni og Kristín

Blogg

Færslur um hvaðeina sem okkur þykir áhugavert. Notaðu hnappana til að sía eða flettu gegnum allt.

  • Kranarnir og krossinn

    Kristín í útvarpsprédikun á föstudeginum langa:

    Í dag er dagur krossins, föstudagurinn langi, sem opnar augu okkar fyrir þeim sem þjást. Og andspænis þjáningu krossins finnum við mennskuna sem tengir okkur hvert öðru, í auðsæranleika okkar og varnarleysi. Við finnum mennskuna sem gerir okkur bæði hæf til fremja óskiljanleg grimmdarverk og elska óhindrað. Andspænis krossinum finnum við að við þurfum á hvert öðru að halda, og við finnum að við þurfum á einhverju sem er stærra og meira en við sjálf að halda. Andspænis krossinum finnum við að við þurfum á Guði að halda.

  • Engillinn á Múrnum

    Krossinn og Múrinn eru bræður. Ég ræddi það í stuttu erindi sem ég flutti á ráðstefnunni World Without Walls sem Institute for Cultural Diplomacy hélt í Berlín. Það er hægt að lesa það og skoða myndirnar sem fylgdu á Medium.