Árni og Kristín

Blogg

Færslur um hvaðeina sem okkur þykir áhugavert. Notaðu hnappana til að sía eða flettu gegnum allt.

  • Fimm fílar í Berlín

    Five Elephant í Berlín
    Á Five Elephant fæst afbragðs gott kaffi og frábær ostakaka.

    Five Elephant er eitt af góðu kaffihúsunum í Berlín. Þau rista sitt eigið kaffi og hella upp á dýrindis espressodrykki og bjóða líka upp á nútímalegan gamaldags uppáhelling. Þar fæst líka besta ostakaka í heimi, skv. Torfa vini okkar á Reykjavík Rosters.

    Five Elephant er í Kreuzberg sem er eitt af uppáahaldshverfunum í borginni, það er iðandi lífi og fullt af listilega skreyttum húsum sem gerir göngutúra um hverfið enn betri en ella.