Árni og Kristín

Blogg

Færslur um hvaðeina sem okkur þykir áhugavert. Notaðu hnappana til að sía eða flettu gegnum allt.

  • Gleðidagur 28: Og svo rúlla

    Árni fór í blöðrubolta í gær með ketilbjölluvinum sínum. Þetta er eins og hefðbundinn fótbolti nema hvað keppendur eru inni í flennistórum plastkúlum. Ein afleiðing þess er að leikurinn snýst ekki síður um að rekast í aðra og rúlla sér – sem er reyndar ferlega gaman.

    Á tuttugasta og áttunda gleðidegi rúllum við okkur og fögnum öllum fullorðnum sem gefa sér tíma til að leika eins og börnin, til dæmis inni í blöðrubolta.

    Gleðidagarnir eru fimmtíu og standa frá páskum til hvítasunnu. Einu sinni á dag deilum einhverju uppbyggilegu og þakkarverðu með lesendum bloggsins okkar.