Árni og Kristín

Blogg

Færslur um hvaðeina sem okkur þykir áhugavert. Notaðu hnappana til að sía eða flettu gegnum allt.

  • Mánudagsmeðmæli: Pabbi, mamma, börn og bíll

    Mánudagsmeðmælin fá Kjarninn og Guðmundur Pálsson fyrir hlaðvarpsþáttinn Pabbi þarf að keyra sem er bráðskemmtilegur. Guðmundur er auðvitað alvanur útvarpsmaður og góður pistlahöfundur og hér gefur hann skemmtilega innsýn í líf fjölskyldunnar sem kvaddi hversdagsbaslið og hélt á vit ævintýranna í Evrópu.

    Hlaðvarpið er á uppleið á Íslandi. Alvarpið ruddi því leið. Nú kemur Kjarninn sterkur inn og fleiri eiga vonandi eftir að bætast í hópinn. Mér finnst alveg frábært að geta hlustað á stutta og skemmtilega íslenska þætti á leiðinni í vinnuna. Takk fyrir mig.