Árni og Kristín

Blogg

Færslur um hvaðeina sem okkur þykir áhugavert. Notaðu hnappana til að sía eða flettu gegnum allt.

  • Ósíuð aðventa 18: Helgileikurinn

    Í gær fengu foreldrar barna í grunnskólanum okkar að njóta uppsetningar þeirra á árlegum helgileik. Þar gat að líta syngjandi englakór, vitringa, hirða, Jósef, Maríu og Jesúbarnið ásamt nokkrum englum og sögukonu. Þetta var tilkomumikið, fallegt og hátíðlegt.

    Helgileikurinn hefur verið settur upp í skólanum í áratugi. Handritið breytist ekki, sagan er sú sama og lögin sem eru sungin, en nýtt listafólk bætist í hópinn á hverju ári. Skólinn er vettvangur þeirra til að rækta hæfileika sína og leyfa öðrum að njóta þeirra.

    Hefðir skipta máli. Helgileikurinn í skólanum gott dæmi um hefð sem hefur lifað gegnum árin, skapað samkennd og tilfinningu fyrir því að við séum hluti af einhverju stærra.

    Það er líka boðskapur aðventunnar.

    #ósíuðaðventa