Ein af forvitnilegustu Jesúmyndunum er Jesus Christ Vampire Hunter. Þetta er kanadísk B mynd sem fjallar um endurkomu Jesú til að kljást við vampírur. Sumir hafa kallað myndina blöndu af Jesú frá Montreal og Vampírubananum Buffy. Í myndinni er þetta atriði þar sem Jesús berst við guðleysingja.
Þetta er auðvitað ekki Jesús sem friðflytjandi, en þetta er ein myndin sem birtist af Jesú í svonefndum Jesúmyndum. Stundum byggja þær með beinum hætti á texta Bibíunnar, stundum ekki.