Árni og Kristín

Blogg

Færslur um hvaðeina sem okkur þykir áhugavert. Notaðu hnappana til að sía eða flettu gegnum allt.

  • Sá Golíat Davíð?

    Malcom Gladwell:

    Well, it turns out that there’s been a great deal of speculation within the medical community over the years about whether there is something fundamentally wrong with Goliath, an attempt to make sense of all of those apparent anomalies.

    Ein tilgátan sem Gladwell nefnir er að Golíat hafi þjáðst af því sem er kallað acromegaly, einn fylgikvilli þess sjúkdóms er döpur sjón. Það getur því vel hugsast að Golíat hafi ekki séð Davíð.

  • Karlremban, feðraveldið og Gamla testamentið

    Bragi Páll Sigurðarson, verðandi faðir:

    Þannig maður spyr sig, hvernig get ég, fyrrverandi karlremba og skíthæll, núverandi örvæntingafullur verðandi faðir, reynt að undirbúa dóttur mína fyrir þennan heim? Heim launamismunar. […] Heim þar sem stelpum er sagt að vera hljóðar og þægar á meðan strákum er hrósað fyrir að vera hugrakkir og röggsamir. Þar sem stelpum er sagt að þær eigi að sýna ábyrgð á meðan strákar eru jú, og verða alltaf, strákar.

    Þórir Kr. Þórðarson heitinn, sem var prófessor í Gamlatestamentisfræðum við Háskóla Íslands, kenndi mér á fyrsta ári mínu í guðfræðinámi. Hann setti okkur stúdentunum fyrir að lesa megnið af Gamla testamentinu strax í upphafi annarinnar. Þegar einn af nemendunum dæsti yfir þessu sagði Þórir Kr. kíminn:

    Að lesa Gamla testamentið er eins og að éta fíl. Maður tekur einn bita í einu.

    Ég held að baráttan fyrir stelpurnar okkar sé eins. Við setjum upp feminísku gleraugun og byrjum svo bara, tökum eitt skref í einu og sjáum hverju það skilar okkur.