Í vikunni var tekin í notkun ný róla við grunnskóla í Reykjavík. Það er í sjálfu er ekki fréttnæmt, nema fyrir þær sakir að rólan er á leikvelli Klettaskóla og hún er fyrir hjólastóla. Frá þessu er sagt á vef Klettaskóla þar sem segir líka:
„Ekki er annað að sjá af meðfylgjandi mynd, en að fyrsta prufukeyrsla hafi vakið lukku hjá heppnum nemanda, sem baðaði sig í góðri sveiflu í rólunni á sólríkum morgni með áhugasama starfsmenn allt í kring! Er enginn vafi á því, að þessi framkvæmd gerir frímínúturnar eftirsóknarverðari fyrir þá nemendur skólans, sem eru í hjólastólum.“
Á nítjánda gleðidegi fögnum við nýju rólunni og gleðjumst með fötluðum og ófötluðum sem sveifla sér í frímínútum.
Gleðidagarnir eru fimmtíu og standa frá páskum til hvítasunnu. Einu sinni á dag deilum einhverju uppbyggilegu og þakkarverðu með lesendum bloggsins okkar.