Árni og Kristín

Blogg

Færslur um hvaðeina sem okkur þykir áhugavert. Notaðu hnappana til að sía eða flettu gegnum allt.

  • Blað, skæri, steinn

    Við erum kölluð til að vera fólk sem elskar og gleðst og horfir á Jesú, sem er hirðirinn okkar og gengur á undan.

    Blað, skæri, steinn, Vídalínskirkju 18/5/2014

  • Níundi gleðidagur: Heillaskeytin

    Sumarnámskeið fermingarbarna í Dómkirkjunni

    Þessar vikurnar er fermt í kirkjum  um allt land. Glöð og falleg ungmenni sem standa á þröskuldi unglingsáranna standa upp í kirkjunni sinni og lýsa því yfir í heyranda hljóði að þau vilji hafa Jesú Krist að leiðtoga lífsins.

    Iðulega er svo haldin veisla í kjölfar fermingarinnar og þar safnast saman stórfjölskylda og vinir til að fagna með fermingarbarninu. Í boði eru dýrindis kökur og góður matur og gestirnir taka með sér gjafir. Fermingardagurinn er gleðidagur í fjölskyldunni, kirkjunni og samfélaginu öllu.

    Á fermingardegi berast líka heillaskeyti með bænum og óskum um gæfu og bjarta framtíð. Eitt slíkt barst einmitt á okkar heimili í gær, þótt elsta heimasætan fermist reyndar ekki fyrr en í júní. Skeytið kveikti minningar um öll heillaskeytin sem okkur hafa borist gegnum árin og vakti til umhugsunar um bænirnar sem eru sendar um allt land á formi svona skeyta.

    Á níunda gleðidegi viljum við þakka fyrir öll fallegu orðin sem berast í heillaskeytunum sem pósturinn kemur til skila.

    Myndin með bloggfærslunni er tekin á sumarnámskeiði fermingarbarna í Dómkirkjunni fyrir nokkrum árum.