Árni og Kristín

Blogg

Færslur um hvaðeina sem okkur þykir áhugavert. Notaðu hnappana til að sía eða flettu gegnum allt.

  • Biblíublogg 20: Fastan og ferðaþjónustan

    Er sú fasta sem mér líkar
    sá dagur er menn þjaka sig,
    láta höfuðið hanga eins og sef
    og leggjast í sekk og ösku?
    Kallar þú slíkt föstu
    og dag sem Drottni geðjast?
    Nei, sú fasta sem mér líkar
    er að leysa fjötra rangsleitninnar,
    láta rakna bönd oksins,
    gefa frjálsa hina hrjáðu
    og sundurbrjóta sérhvert ok,
    það er, að þú miðlir hinum hungruðu af brauði þínu,
    hýsir bágstadda, hælislausa menn
    og ef þú sérð klæðlausan mann, að þú klæðir hann
    og firrist ekki þann sem er hold þitt og blóð.
    Þá brýst ljós þitt fram sem morgunroði
    og sár þín gróa skjótt,
    réttlæti þitt fer fyrir þér
    en dýrð Drottins fylgir eftir. (Jes 58.5-8)

    Margir hafa þá mynd af föstunni að hún sé tíminn þegar við neitum okkur um eitthvað, til dæmis kjöt, að við fórnum einhverjum af lífsgæðunum til að geta betur einbeitt okkur að Guði. Í 58. kafla spádómsbókar Jesaja birtist önnur mynd. Hér er fastan ekki fórnartími heldur þjónustutími þegar hagsmunir þeirra sem hafa það ekki eins gott og við eru settir í forgrunn. Út frá því mætti segja að fastan í ár væri til dæmis góður tími til að klára lagfæringar á ferðaþjónustu fatlaðra.