Justin Welby, erkibiskup af Kantaraborg, tók þátt í samtali um það hvað væri góð fasta í samtímanum. Það er á netinu.
Blogg
Færslur um hvaðeina sem okkur þykir áhugavert. Notaðu hnappana til að sía eða flettu gegnum allt.
-
Biblíublogg 18: Margþætt merking öskunnar
Í dag er öskudagur, sem markar upphaf föstunnar, sem í kristinni hefð er tími samlíðunar og iðrunar. Askan hefur verið notuð af kristnu fólki frá upphafi, til að tjá hluti sem er erfitt að koma í orð og kerfi en móta samt alla tilveru okkar. Í fyrsta lagi táknar hún forgengileikann. Askan minnir á eitthvað sem var, en er ekki lengur. Í annan stað er hún tákn um hreinsun, þar sem hún var notuð sem hreinsiefni í stað sápu. Í þriðja lagi er hún tákn um ákveðna hringrás sem kristin trú boðar, að við erum fædd af jörðu, við verðum að jörðu og við rísum upp af jörðu.
Myndmál öskunnar á sér rætur í orðum ritningarversins í 1. Mósebók, 3. kafla, 19. versi sem er svona í íslenskri þýðingu:
Því að mold ert þú
og til moldar skaltu aftur hverfa.Í greftrunarhelgihaldi ensku kirkjunnar, í The Book of Common Prayer árið 1662 taka þessi orð á sig þessa mynd:
earth to earth, ashes to ashes, dust to dust.
Tilvistarlega tengingin er að þegar við förum í kirkju á öskudaginn og fáum öskukross á ennið, göngumst við þessum veruleika. Askan á enninu ber hlutum vitni sem við eigum kannski erfitt með að orða eða sætta okkur við, en trúum að við erum ekki ein um að bera.
Öskukrossinn á enninu segir sögu manneskjunnar í heiminum, sem elskar, missir, saknar og deyr. Öskukrossinn tjáir líka trúna um í gegnum þjáningu og dauða Jesú, sem við íhugum á föstunni, tengjumst við hinum endanlega veruleika á sérstakan hátt.
Askan á enninu nær utan um sársaukann sem við berum innra með okkur, sorgina yfir því sem við höfum misst og angistina yfir því að lífið sem við elskum verður fyrr en seinna tekið frá okkur.
Askan á enninu er hjálp til að fá þetta til að ganga upp og feta sig eftir lífsveginum í trú á tilgang og merkingu í því sem við erum hér og nú.
Mannleg tilvist er vist-leg því við erum hluti af hringrás vistkerfisins. Kannski er það eftir allt saman frekar heavy að horfast í augu við að alveg eins og við erum komin af jörðu, verðum við aftur að jörðu. En það er eins gott að hafa það í huga, það minnir öskudagurinn okkur á.
-
Fastan eru 40 dagar en páskarnir eru 50
Hvernig segjum við gleðilega páska í fimmtíu daga? Með því að segja það upphátt? Aftur og aftur og aftur og aftur? Það er ein leið. Svo þurfum við líka að segja það með lífinu okkar. Viljið þið vita hvernig?
Fastan er 40 dagar en páskarnir eru 50, Hjallakirkju 18/5/2014
-
Megas syngur
Ég kíkti á æfingu fyrir Passíusálmatónleika morgundagsins. Megas söng og Magga Stína og stúlknakórinn með. Hljóðfæraleikarar töfruðu fram fallega tóna. Andi Hallgríms var yfir og allt um kring.
-
Askan á enninu
Einhver sagði um tónlist J. S. Bach að hún kæmi í lag því sem lífið réði ekki við. Út á þetta gengur trúin fyrir mér. Í gegnum trúna getum við tjáð og nálgast hluti sem eru einhvern veginn of stórir, flóknir og erfiðir fyrir litlu okkur að skilja og fá til að ganga upp.
Öskudagurinn er gott dæmi um þetta. Hann markar upphaf föstunnar, sem er tími samlíðunar og iðrunar. Askan hefur verið notuð af kristnu fólki frá upphafi, til að tjá hluti sem er erfitt að koma í orð og kerfi en móta samt alla tilveru okkar. Í fyrsta lagi táknar hún forgengileikann. Askan minnir á eitthvað sem var, en er ekki lengur. Í annan stað er hún tákn um hreinsun, þar sem hún var notuð sem hreinsiefni í stað sápu. Í þriðja lagi er hún tákn um ákveðna hringrás sem kristin trú boðar, að við erum fædd af jörðu, við verðum að jörðu og við rísum upp af jörðu. (more…)