Kvikmyndin Hrútar eftir Grím Háskonarson var frumsýnd í Cannes fyrr í mánuðinum og á Íslandi í vikunni. Ég skrifaði stutta umfjöllun um myndina sem birtist á vef Deus ex cinema. Þar eru hliðstæður við Biblíutexta dregnar fram, en þær eru nokkrar í myndinni. Þetta er alveg frábær kvikmynd sem full ástæða er til að sjá í bíó.
Blogg
Færslur um hvaðeina sem okkur þykir áhugavert. Notaðu hnappana til að sía eða flettu gegnum allt.
-
Örvænting, upprisa og uppvakningar
Haraldur Hreinsson fjallar um sjónvarpsþættina The Walking Dead í nýrri grein á vef Deus ex cinema:
Við skynjum að í þessum nýja, ógurlega heimi er enn eitthvað til sem heitir réttlæti og góðvild og við sjáum áhrifamikil dæmi um eitthvað sem við gætum kallað miskunn, fórnfýsi og fyrirgefningu. Þó fólkið sem við fylgjumst með glími við erfiðleika sín á milli þá sjáum við að innan hópsins ríkir kærleikur, vinátta og samstaða.