Árni og Kristín

Blogg

Færslur um hvaðeina sem okkur þykir áhugavert. Notaðu hnappana til að sía eða flettu gegnum allt.

  • Íslensk heimsslit

    Christmess er íslensk heimsslitastuttmynd sem gerist á jólum. Hún er gerð af Frosta Jóni Runólfssyni og er sýnd í Sjónvarpi Mbl. Hrós til Mbl og Kvikmyndaskólans fyrir þetta góða framtak.

  • Hreindýraleikar

    Nýársdagsmyndin var að þessu sinni Hreindýraleikarnir – Reindeer Games – með Ben Affleck, Charlize Theron og Gary Sinise sem sýnir stórleik í þessum ágæta reyfara. Þetta er miðlungs spennumynd um svikahrappa sem mæta öðrum svikahröppum og hegða sér sem slíkir. Um leið er þetta þroskasaga söguhetjunnar Rudy sem Affleck leikur af stillingu.

    Þrennt vakti athygli trúarstefjaáhugafólksins: Þrjú nöfn í myndinni vísa til jólanna: Rudy (hreindýrið Rúdolf), Nick (Heilagur Nikulás) og Gabriel (engillinn sem vitraðist Elísabetu og Maríu). Þegar þrjótarnir í myndinni ræna spilavíti klæðast þeir sem jólasveinar. Og í lok myndarinnar sinnir Rudy hlutverki sem minnir sumpart á Nikulás frá Mýru, biskupinn sem jólasveinninn er kenndur við.