Árni og Kristín

Blogg

Færslur um hvaðeina sem okkur þykir áhugavert. Notaðu hnappana til að sía eða flettu gegnum allt.

  • Gleðidagur 33: Morgundans með KK

    Árni hitti KK í síðustu viku og hlustaði á hann segja frá því hvernig hann hugsaði morgunþáttinn sinn á Rás 1, ekki síst hvernig hann valdi tónlistina. Við þetta tækifæri spilaði KK þetta lag með Julie London sem heitir Cottage for Sale og er gullfallegt. Okkur langar að deila þessu lagi með lesendum bloggsins okkar í dag um leið og við spyrjum:

    Eigum við ekki að hækka aðeins í græjunum og taka svo sporið að morgni þrítugasta og þriðja gleðidags?

    Gleðidagarnir eru fimmtíu og standa frá páskum til hvítasunnu. Einu sinni á dag deilum einhverju uppbyggilegu og þakkarverðu með lesendum bloggsins okkar.