Árni og Kristín

Blogg

Færslur um hvaðeina sem okkur þykir áhugavert. Notaðu hnappana til að sía eða flettu gegnum allt.

  • Biblían og Ásatrúarmenn

    Hilmar Örn Hilmarsson, allsherjargoði:

    Þetta hefur verið mikil eyðimerkurganga.

    Orðin lét Hilmar Örn falla í viðtali við Fréttablaðið. Tilefnið er löng bið þeirra Ásatrúarmanna eftir hofi. Orðatiltækið á rætur að rekja til Biblíunnar og vísar til Ísraelsmanna sem voru 40 ár í eyðimörkinni, sbr. orðin í Jósúa 5.6:

    Í fjörutíu ár gengu Ísraelsmenn um eyðimörkina

    Áhrif Biblíunnar eru víða.