Árni og Kristín

Blogg

Færslur um hvaðeina sem okkur þykir áhugavert. Notaðu hnappana til að sía eða flettu gegnum allt.

  • Lestur á 33 snúningum

    Sigurður Pálsson:

    Eitt lærði ég tiltölulega fljótt: að lesa ljóðtexta hægt. Það er ekki einhvers konar vingjarnleg ráðlegging sem engu máli skiptir, það skiptir öllu máli.

    Gömlu plötuspilararnir voru með mismunandi stillingar, ein fyrir 33-snúninga plötur, önnur fyrir 45-snúninga (og ein fyrir gömlu 78-snúninga plöturnar).

    Prófið að setja 33-snúninga plötu á hraðann 45. Það heyrist vissulega eitthvað en það er ekki tónlist. Sama gerist ef þið lesið ljóðtexta á 45. Þið sjáið einhver orð á stangli en ekki merkingu, tilfinningu.

    Einfaldur prósi, venjulegar glæpasögur, framvindudrifnar línusögur skulu lesnar á 45, það hefur ekkert upp á sig að lesa þær á 33.

    Ég hygg að mikið af misskilningi fólks gagnvart ljóðtextum sé í raun innstillingaratriði, mótttökutækin eru vitlaust stillt. Leshraðinn er vitlaus. (Táningabók, s. 92-93)

    Ætli þeð megi ekki heimfæra þessa líkingu skáldsins á Biblíuna. Suma texta hennar má lesa á 45-snúningum, aðra þarf að lesa á 33-snúningum. Það mætti kannski líka hugsa þetta í samhengi við internetið þar sem texti er stundum skimaður en ekki lesinn. Mætti jafna slíku við 78-snúninga lestrarhraða?

  • Þar sem krækiberjasafi og hunang mætast

    IMG_0586

    Í matreiðslubókinni Orð, krydd og krásir er uppskrift að eftirréttarkúlum sem eru gerðar úr möndlum og pistasíuhnetum og rúsínum sem eru hnýttar saman með hunangi og krækiberjasafa og kryddaðar með stjörnuanís. Við gerðum fyrsta skammtinn í gær og gæddum okkur á honum. Myndin hér að ofan sýnir bindiefnin tvö.