Árni og Kristín

Blogg

Færslur um hvaðeina sem okkur þykir áhugavert. Notaðu hnappana til að sía eða flettu gegnum allt.

  • Að greina og skilja ríki og kirkju

    Við hjónin skrifuðum stutt svar við Bakherbergispistli Kjarnans um aðskilnað ríkis og kirkju. Umræðan um þetta mál er í fullum gangi og það skiptir miklu að ekki sé gengið út frá röngum forsendum. Pistillinn okkar hefst á helsti sem er svohljóðandi:

    Stutt svar við Bakherbergispistli Kjarnans um aðskilnað ríkis og kirkju. Á Íslandi er ekki ríkistrú og trúfrelsi er óumdeilt grunngildi í samtímanum. Aðskilnaðurríkis og kirkju getur haft í för með sér að ákvæði um þjóðkirkju í stjórnarskrá sé tekið burt en það hefur ekki bein áhrif á fjárhagsleg samskipti þjóðkirkjunnar og hins opinbera. Öll trú- og lífsskoðunarfélög fá sóknargjöld sem ríkið innheimtir. Sérstök fjárhagsleg tengsl ríkis og kirkju byggja ekki á sambandi þeirra heldur samningi tveggja sjálfstæðra aðila. Ríkið sparar enga peninga með aðskilnaði.

    Lesa í Kjarnanum.