Árni og Kristín

Blogg

Færslur um hvaðeina sem okkur þykir áhugavert. Notaðu hnappana til að sía eða flettu gegnum allt.

  • Ósíuð aðventa 17: Jólaskraut í glugga

    Það er gaman að ganga um miðbæinn í Reykjavík á aðventunni, einkum árla dags eða þegar skyggja tekur. Þá er hægt að njóta skapandi skreytinga fólksins sem starfar í verslunum í bænum. Fallegar skreytingar veita innblástur og geta glatt hugann, rétt eins og uppáhalds jólalög og sálmar gera. Við þurfum bara að opna augun og njóta.

    Það er sérstaklega gaman að sjá jólaskraut sem er unnið úr gömlu og notuðu efni, eða efni sem hægt er að nýta aftur í öðrum tilgangi. Meira að segja gamlar hjólagjörðir og alls kyns hró fá á sig jólablæ með grænum greinum og ljósaseríum.

    Það er áskorun á þessari aðventu að styðja frekar við sjálfbærni og endurnýtingu heldur en aukinn innflutning á fjöldaframleiddu dóti sem er flogið yfir hálfan hnöttinn og endar strax í ruslinu. Hvað finnst þér?

    #ósíuðaðventa

     

  • Jafn gott og jólalögin

    Það er gaman að ganga um miðbæinn í Reykjavík árla dags eða þegar liðið er á daginn á aðventunni. Þá birtist ljóslifandi hugmyndaauðgi fólksins sem starfar í verslunum og hefur skreytt hús og glugga.

    Jólatré úr ljósi
    Ljósjólatré í verslun í miðbænum.

    Fallegar skreytingar lyfta hug í hæðir rétt eins og uppáhalds jólalög og sálmar gera. Ég fann þetta jólatré sem er gert úr gamaldags ljósaperum á Skólavörðustígnum. Þetta er bæði snjöll og falleg útfærsla.