• Gleðidagur 6: Bækurnar í lífinu

    Á sjötta gleðidegi langar okkur að þakka fyrir bækurnar í lífinu og deila einni nýrri. Hún heitir The Way Under Our Feet og fjallar um gleðina sem helst felst í því að ganga. Hvort tveggja er uppáhalds iðja.

    Hvað ert þú að lesa núna? Hvar þykir þér skemmtilegt að ganga?

  • Gleðidagur 5: Kartöflur, fiskur, laukur

    Á fimmta gleðidegi viljum við deila með ykkur þessari stuttu heimildarmynd um hvernig á að búa til plokkfisk. Ástæðan er einföld: plokkfiskur er góður og hollur. Njótið.

  • Easter 04: Vigdís

    Vigdís Finnbogadóttir celebrates her ninetieth birthday today. When we were growing up she was elected president of Iceland and became the first democratically directly elected female president in the world. She had a passion for language, the Icelandic language and other languages. For that and all of her work we want to thank.

    That is why we say, in many languages:

    Takk,
    merci,
    grazie,
    gracias,
    thank you,
    danke,
    salamat,
    tak,
    terima kasih Vigdís.

    This is president Vigdís speaking in Icelandic about the importance of learning languages.
  • Gleðidagur 4: Vigdís

    Vigdís forseti er níræð í dag. Þegar við vorum að alast upp var hún kjörin forseti Íslands og varð þar með fyrst kvenna í heiminum til að gegna embætti þjóðkjörins þjóðarleiðtoga. Hún lagði rækt við íslenska tungu og var jafnframt ötull talsmaður þess að læra erlend tungumál. Fyrir það og allt hennar starf viljum við þakka.

    Þess vegna segjum við á ólíkum tungumálum:

    Takk,
    merci,
    grazie,
    gracias,
    thank you,
    danke,
    salamat,
    tak,
    terima kasih Vigdís.

    Gleðidagarnir eru fimmtíu og standa frá páskum til hvítasunnu. Einu sinni á dag deilum einhverju uppbyggilegu og þakkarverðu með lesendum bloggsins okkar.

  • Easter 03: Beatitudes for times of pandemic

    The Beatitudes in the fifth chapter of Gospel of Matthew are among the best known texts of the Bible. There are numerous examples of modern-day beatitudes, apply the style and format of beatitudes to something that is happening today. A recent is example are the beatitudes for a time of pandemic by Jayne Manfredi. The thirteen beatitudes include:

    Blessed are those who stay indoors for they have protected others.

    Blessed are the unemployed and the self-employed, for their need of God is great.

    Blessed are the corner shopkeepers, for they are the purveyors of scarce things.

    Blessed are the delivery drivers and the postal workers, for they are the bringers of essential things.

    Blessed are the hospital workers; the ambulance crews, the doctors, the nurses, the care assistants, and the cleaners, for they stand between us and the grave, and the Kingdom of Heaven is surely theirs.

    Dave Walker who draws the CartoonChurch drew a beautiful illustration of these new beatitudes, which helps convey their meaning. On the third day of Easter we are happy to share them with you.

  • Gleðidagur 3: Sæluboð á tíma farsóttarinnar

    Sæluboðin í Matteusarguðspjalli eru meðal þekktustu texta Biblíunnar. Þau hafa oft verið heimfærð upp á samtímann. Á dögunum skrifaði Jayne Manfredi út sæluboð á tíma farsóttarinnar. Á meðal þeirra eru:

    Sæl eru þau sem halda sig heima, því þau hafa verndað aðra.

    Sæl eru þau sem reka hverfisbúðir, því þar má fá það sem skortir í öðrum búðum.

    Sæl eru þau sem bera út póst og pakka, því þau færa nauðsynjar.

    Sæl eru þau sem starfa á sjúkrahúsum, sem aka sjúkrabílum, læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, starfsfólkið sem þrífur, því þau standa vörð um okkur og Himnaríki er sannarlega þeirra.

    Dave Walker sem heldur úti vefnum CartoonChurch teiknaði þessa myndskreytingu á sæluboðunum.

    Gleðidagarnir eru fimmtíu og standa frá páskum til hvítasunnu. Einu sinni á dag deilum einhverju uppbyggilegu og þakkarverðu með lesendum bloggsins okkar.

  • Easter 02: That which is beautiful

    The Kurzgesagt videos are a favorite with us and our children. Short and clear reflections on everything between heaven and earth (literally as some of the videos are about the earth, others about space).

    One video we saw recently is about beauty: why does that which is beautiful attract us. It seems that beauty and meaning making and utility go hand in hand.

    Watch, enjoy and then partake of the beauty around you. Inside or outside, depending on your situation.

  • Easter 01: Time of peace

    After the most memorable Lent, Easter has arrived with its fifty days. During those we will daily share something affirming and hopeful. Join us on that journey.

    We begin with a prayer:

    Living God! With the women who were the first to proclaim the good news, we gather in our many places – in our houses, apartments, rooms, in front of computers – to meditate and to sing your praises. Through your resurrection, a door has been opened and your peace is shared. Keep us in that peace throughout these exceptional times. We ask this in the name of Jesus, our Savior and Lord.

  • Gleðidagur 2: Það sem er fallegt

    Kurzgesagt myndböndin eru í uppáhaldi hjá okkur og krökkunum okkar. Stuttar og hnitmiðaðar útskýringar á öllu milli himins og jarðar (bókstaflega því myndböndin fjalla bæði um jörðina og himingeiminn).

    Eitt myndbandið fjallar um fegurðina og hvers vegna það sem er fallegt höfðar til okkar og gerir okkur glöð: Fegurð og merking eða kannski gagnsemi upplýsinga haldast í hendur.

    Horfið á myndbandið og njótið svo fegurðarinnar í ykkar eigin hversdegi. Inni eða úti eftir því sem aðstæður leyfa.

    Kurzgesagt um fegurðina

    Gleðidagarnir eru fimmtíu og standa frá páskum til hvítasunnu. Einu sinni á dag deilum einhverju uppbyggilegu og þakkarverðu með lesendum bloggsins okkar.

  • Gleðidagur 1: Friðardyr

    Að lokinni eftirminnilegustu föstu lífsins eru komnir páskar og þar með gleðidagar. Næstu fimmtíu daga ætlum við að deila einhverju skemmtilegu og uppbyggilegu á hverjum degi.

    Við byrjum með bæn:

    Lifandi Guð. Með konunum sem voru fyrstar til að deila gleðitíðindum upprisu þinnar, komum við saman á margskonar stöðum – í húsum, íbúðum, herbergjum, við tölvur, síma og sjónvörp – til að íhuga og syngja þér lof. Upprisa þín hefur opnað friðardyr. Gef okkur og heimsbyggðinni allri þinn frið meðan við öll lifum þessa einstöku tíma. Þess biðjum við í nafni Jesú, sem er Drottinn okkar og frelsari. Amen.