Árni og Kristín

Blogg

Færslur um hvaðeina sem okkur þykir áhugavert. Notaðu hnappana til að sía eða flettu gegnum allt.

  • Eru stjúpfjölskyldur normal í kirkjunni?

    Við vorum þrír prestar í litlum hópi fagfólks sem sat dagsnámskeið um stjúptengsl í síðustu viku. Námskeiðið var haldið af Valgerði Halldórsdóttur félagsráðgjafa og aðjúnkt við HÍ, sem hefur unnið mikið frumkvöðlastarf í miðlun og rannsóknum á stjúptengslum og stjúpfjölskyldum.

    Markmiðið með námskeiðinu var að gefa fagfólki sem vinnur með fjölskyldum í starfi sínu færi á að kynnast helstu þáttum sem hafa áhrif á tengsl og líðan í stjúpfjölskyldum, svo það komist hjá því að auka óvart á streitu í fjölskyldum vegna þekkingarleysis heldur dragi einmitt frekar úr henni. Aukin þekking á sérstöðu stjúpfjölskyldna og á algengum uppákomum í stjúpfjölskyldum gefur fagfólki í fjölskylduvinnu meira öryggi í samstarfi við stjúpfjölskyldur og einstaklinga sem tilheyra þeim. (more…)

  • Skólakvíði og skólagleði

    Guðrún Karls Helgudóttir:

    Biðjum fyrir börnum sem eru að byrja í skólanum. Fyrir því að skólastjórnendur og kennarar, foreldrar og börnin sjálf taki á öllu einelti, og komi í veg fyrir að farið sé illa með börn. Fyrir því að fullorðið fólk þori að taka ábyrgð og vera fullorðin þegar kemur að ofbeldi.

    Upphaf skólastarfsins á haustin er tími gleði og kvíða. Það er full ástæða til að vera meðvituð um hvort tveggja svo að við getum sem best stutt við börnin okkar.