Árni og Kristín

Blogg

Færslur um hvaðeina sem okkur þykir áhugavert. Notaðu hnappana til að sía eða flettu gegnum allt.

  • Bæn um frið á erfiðum tímum

    Guð réttlætis, friðar og sátta.

    Á tímamótum nýrra átaka í Mið-Austurlöndum, komum við fram fyrir þig, með brostin hjörtu vegna þjáningar, dauða og ranglætis sem hafa dunið yfir íbúa Landsins helga. 

    Öll erum við ein fjölskylda en upplifum samt daglega hvað samskipti okkar eru brotin. 

    Miskunnsami Guð, við biðjum að þú umbreytir hjörtum og huga, setjir virðingu fyrir öðrum í stað fjandskapar, og að ótti víki fyrir náungakærleika.

    Við biðjum fyrir friði í Landinu helga og Mið-Austurlöndum og að stríð og ofbeldi taki enda. 

    Endurnýja von okkar, ó Guð.

    Við biðjum um lausn gísla í haldi, við biðjum um vernd yfir saklausum, um að mannréttindi séu virt, að hjálparliðar njóti verndar.

    Gef leiðtogum visku og hugrekki til að velja frið framyfir stríð.

    Megi réttlæti umvefja íbúa Palestínu. 

    Opna framtíðarleiðir fyrir börn Ísraels og Palestínu að lifa saman í öryggi og friði. 

    Miksunnsami Guð, gef okkur frið inn í stríðandi aðstæður, til svæða sem upplifa átök og stríð:

    Í Úkraínu, Súdan, Myanmar og svo mörgum öðrum löndum.

    Gef okkur umbreytandi frið sem fær að ríkja, gef að þjóðir og samfélög sættist og fái lifað saman lífi í fulli gnægð, eins og þú hefur fyrirbúið þeim öllum.

    Amen. 

    Þessi bæn kemur frá Lútherska heimssambandinu, Kristín þýddi hana á íslensku.

  • #PrayForParis #PrayForBeirut

    Lífsins Guð. París og Beirut eru í huga okkar og hjarta.

    Við biðjum fyrir þeim sem týndu lífi sínu í gær og fyrradag. Fyrir þeim sem hafa misst ástvini. Fyrir þeim sem lifa í gíslingu og fyrir þeim sem finnst lífið aldrei verða samt. Við biðjum fyrir þeim sem bíða milli vonar og ótta við hlið þeirra sem þau elska og berjast fyrir lífi sínu.

    Við biðjum fyrir þeim sem hjálpa, fyrir heilbrigðisstarfsfólki og löggæslu, fyrir þeim sem gegna ábyrgðarstöðum í almannaþágu og taka ákvarðanir í okkar þágu.

    Fyrst og síðast biðjum fyrir heiminum okkar, sem þú elskar, en er svo brotinn og varnarlaus. Sendu ljós þitt og kærleika inn í aðstæður myrkurs og ótta. Komdu til okkar þegar við finnum bara reiði og vanmátt, hjálpaðu okkur að finna traust og kærleika í systrum okkar og bræðrum.

    Rjúf vítahring ofbeldis og fordóma, gef okkur kraft til að berjast fyrir hinu góða í þágu allra.

    Amen.

  • A prayer for refugees

    Almighty God, you so loved the world that you became one of us. Help us hear your calling to also love the world and serve our neighbour. Help us make room for those who come to our countries from afar and make them feel welcome. Make us willing to share the resources we are so blessed with.

    Loving God, you made us in your image. Help us see your image in every man, woman and child we meet. Let us remember that the sea of refugees in the world consists of individuals with their own names, own history, special experiences and dreams. Each and every one is created in your image, endlessly worthy and holy. Each and every one is precious to you and holds endless worth in your eyes.

    God of life, we thank you for your son, who became one of the many who are forced to leave their homes in search for security and shelter. We pray for all children who suffer and are afraid, because their homes are not safe. We pray for all children who are on the run, who are living in camps or in unsafe places. We pray for those children who did not make the journey to safety alive.

    Gracious Lord, we thank you for those who seek protection and new life in our homecountry. Let us see their gifts and talents so they can be included in a loving and serving community. Give authorities eyes of love and courage, so they might respect every human being, no matter where they come from. Give peace and righteousness in our world.

    We pray through your son and our brother, Jesus Christ. Amen.

    Written for the Ecumenical Prayer Cycle of the WCC.

  • Bæn á Alþjóða geðheilbrigðisdegi

    Á Alþjóða geðheilbrigðisdegi biðjum við.

    Drottinn Jesús Kristur sem ert risinn upp frá dauðum en berð enn með þér merki þjáningarinnar. Vertu með þeim sem ganga um dauða skuggans dal. Gefðu að við megum styðja þau og styrkja í hverri áskorun, í áþján misskilnings og særandi merkimiða.

    Þegar við erum óttaslegin, áhyggjufull og særð biðjum við þig að vera nærri. Þegar við missum tökum á veruleikanum biðjum við þig að halda fast í okkur. Þegar við gleymum hver við erum biðjum við þig að minna okkur á hver við erum. Þegar við erum í myrkrinu biðjum við þig að heyra harmljóð okkar.

    Góði Guð, þegar önnur eru særð, gerðu okkur að blessun þeirra, þótt við séum brotin sjálf. Þegar við heyrum ekki rödd umhyggju þinnar, finnum okkur ekki í faðmi kærleika þíns, biðjum við þig að styðja okkur í raunum okkar og gefa okkur framtíð þar sem við finnum vonina og erum örugg í þínum friði.

    Guð sem annast allt, styrktu okkur og fjölskyldur okkar svo við megum takast á við geðræn vandamál. Dýpkaðu skilning okkar. Kenndu okkur þolinmæði. Auktu getu okkar til að finna til samúðar og umburðarlyndis gagnvart öðrum. Hjálpaðu okkur að verða ekki fyrir aðkasti fordómafullra og fávísra og þeirra sem bera ekki hag annarra fyrir brjósti.

    Almáttugi Guð, leyfðu okkur að deila vegferðinni með öðrum, finna styrk í samfélagi með öðrum og að byggja saman samfélag stuðnings og líknar. Hlúðu að okkur og styrktu með kærleika þínum og skilningi, svo við getum breytt rétt og þjónað af umhyggju, linað þjáningar, annast aðra og rétt hjálparhönd.

    Amen.

  • Bænir fyrir fólki á flótta

    Lífsins Guð.

    Engin orð ná utan um það sem gerist í flóttamannabylgju samtímans og við verðum vitni að. Við sjáum hvernig manneskjur sem eru systur, bræður, feður, mæður, nýfæddar, aldraðar, elskaðar eða einmana, flýja heimili sín, sem einu sinni voru örugg en eru það ekki lengur. Við sjáum hvernig þau leggja í lífshættulega ferð í leit að öruggri höfn.

    Við skiljum ekki aðstæður þeirra sem flýja til að bjarga lífi sínu en við sjáum örvæntingu, ótta og sorg í augum þeirra. Við sjáum líka hugrekki og styrk sem veitir von í vonlausum aðstæðum.

    Gef að við tökum höndum saman til að vekja meiri von og koma systkinum okkar til bjargar. Gef að við sjáum hvað við erum aflögufær sem þjóð og einstaklingar og að við getum hjálpað. Gef að þau sem nú eru á flótta finni öruggan stað þar sem þeim er mætt með kærleika og opnum faðmi. Tak á móti þeim sem láta lífið inn í þitt eilífa ljós, þar sem enginn ótti og enginn ófriður ríkir. Hugga þau sem syrgja og lækna brotin hjörtu.

    Fyrir Jesú Krist Drottinn okkar, sem sagði: Allt sem þér gerðuð ekki einum minna minnstu bræðra og systra, það hafið þér ekki heldur gert mér. Amen.

    *

    Himneski faðir, frá þér er öll gæska, ást og örlæti.
    Við þökkum þér fyrir öll þau hjörtu sem standa opin þeim sem eru á flótta.
    Við biðjum þig að hjálpa okkur að opna líka fangið okkar til að bjóða þau velkomin og að bjóða fram hendur okkar til stuðnings og góðra verka.
    Gef von þeim sem eru vonlaus, græðslu inn í brotin líf
    og huggun í hræddar sálir.
    Fyrir Jesú Krist, Drottinn okkar, sem hóf líf sitt sem heimilislaust barn
    og flúði undan ofsóknum valdhafa. Amen.

    Bænir fyrir fólki á flótta og þeim sem taka á móti flóttafólki. Notist, breytist og bætist að vild. 

  • Guð blessi jörðina, hafið, gróðurinn …

    Þessi blessun var samin fyrir æskulýðsdaginn 2014 og notuð í messunni Græn í garði Guðs. Hana má nota í helgihaldinu við ýmis tækifæri. Árni notaði hana til dæmis í Hreyfimessu í Lágafellskirkju 3. maí 2015.

    „Guð blessi jörðina og allt sem hún gefur af sér. Guð blessi hafið og vötnin sem fæða af sér líf. Guð blessi gróðurinn, trén og blómin sem gefa fæðu, ilm og fegurð. Guð blessi dýr merkurinnar, fugla himinsins og fiska hafsins. Guð blessi hendur sem sá, rækta og uppskera. Guð blessi hendur sem matreiða, baka og útbúa næringu. Guð blessi þau sem líða skort og eiga ekki mat til morgundagsins. Guð blessi þau sem gefa með sér og muna eftir fátækum.“

    Við gerum hana að 25. tilbeiðsluráðinu okkar.

  • Bænastundir með fólki á öllum aldri

    Ég rakst á skjal frá ensku kirkjunni í Bristol sem er stútfullt af skemmtilegum hugmyndum og útfærslum á bænasamverum.

    Það sem hugmyndirnar eiga sameiginlegt er að þær nálgast viðfangsefnið alltaf út frá einhverju áþreifanlegu sem dýpkar og skerpir upplifunina af sameiginlegri bæn. Þótt þetta skjal sé tekið saman fyrir barnastarf kirkjunnar, er þarna fullt af efni sem er hægt að nýta á breiðari grundvelli – enda segir frelsarinn að barnanna sé Guðs ríki….

  • Í fjórtán myndum

    Richard Coles er prestur í ensku kirkjunni. Hann er virkur á twitter og deildi í gær fjórtán ljósmyndum sem kallar á við krossveginn – krossdvalirnar fjórtán. Þetta eru óhefðbundnar myndir sem vekja til umhugsunar. Textarnir sem fylgja hverri mynd eru líka frá honum.

    Fyrsta dvöl. Jesús er dæmdur til dauða.
    Fulltrúi ISIS lýsir yfir dauðadómi yfir einum af föngum samtakanna.

    Önnur dvöl. Jesús ber krossinn.
    Eitt af fórnarlömbum menningarbyltingar Maós 1966.

    Þriðja dvöl. Jesús fellur í fyrsta sinn.
    Fórnarlamb ofbeldis gegn samkynhneigðum sem var beitt í gleðigöngu í Rússlandi á síðasta ári.

    Fjórða dvöl.Jesús mætir móður sinni.
    Junko Ishido biðst vægðar fyrir hönd sonar síns Kenji Goto sem var myrtur af ISIS í janúar.

    Fimmta dvöl. Símon frá Kyrene neyddur til að bera krossinn.
    Kristið fólk frá Írak flýr Mósúl á síðasta ári.

    Sjötta dvöl. Verónika þerrar andlit Jesú.
    Hjúkrunarkonan Will Pooley smitaðist af Ebóla þegar hún var að störfum Í Sierra Leone. Hún náði sér og sneri aftur til starfa sinna við hjúkrun í landinu.

    Sjöunda dvöl. Jesús fellur öðru sinni.
    Lögreglumaður er fórnarlamb í átökum milli mótmælenda sem styðja Rússland og Tatara á Krímskaga.

    Áttunda dvöl. Jesús talar til kvennanna.
    Nokkrar af stúlkunum 219 sem Boko Haram tók í apríl 2014. Þeirra er enn saknað.

    Níunda dvöl. Jesús fellur þriðja sinni.
    Karlmaður sem var handtekinn í uppþoti í Ferguson eftir að lögreglan skaut og drap táningispiltinn Michael Brown á síðasta ári.

    Tíunda dvöl. Jesús afklæddur.
    Karlmaður er húðstrýktur í Saudi-Arabíu á síðasta ári.

    Ellefta dvöl. Jesús negldur á krossinn.
    Bekkur sem dauðadæmdur fangi er lagður á og festur við í San Quentin fangelsinu áður en hann er tekinn af lífi.

    Tólfta dvöl. Jesús deyr.
    Yfirgefið altari í rómversk kaþóskri kirkju í Cardross í Skotlandi.

    Þrettánda dvöl. Jesús tekinn ofan af krossinum.
    Fórnarlamb ebólu í Sierra Leone er fært til grafar.

    Fjórtánda dvöl. Jesús greftraður.
    Konur sem eru ættingjar fórnarlamba í Peshawar skólanum í Pakistan.

  • Þegar þú vaknar

    Rowan Williams, fyrrum erkibiskup af Kantaraborg:

    So: the regular ritual to begin the day when I’m in the house is a matter of an early rise and a brief walking meditation or sometimes a few slow prostrations, before squatting for 30 or 40 minutes (a low stool to support the thighs and reduce the weight on the lower legs) with the “Jesus Prayer”: repeating (usually silently) the words as I breathe out, leaving a moment between repetitions to notice the beating of the heart, which will slow down steadily over the period.

    Það er gott að byrja daginn á hreyfingu og það er gott að hefja hann á bæn. Enn betra er að flétta þetta tvennt saman eins og Williams gerir.

  • Aðventukransinn og þau sem vantar

    Fyrsta aðventukertið minnir á ástvinina sem eru ekki lengur með okkur. Við nemum staðar, nefnum nafnið þeirra, rifjum upp röddina þeirra, andlitið þeirra og allar minningarnar sem tengjast þeim og jólatímanum. Við tendrum ljós, felum þau Guði og þökkum fyrir það sem lífið þeirra gaf okkur.

    Aðventan og minningarnar, pistill á vef Laugarneskirkju.