Meerkat er nýtt smáforrit fyrir snjalltæki sem er hægt að nota fyrir beinar útsendingar á netinu. Ég prófaði það í morgun, þetta er einfalt í notkun og virkar vel. Þegar þú byrjar útsendingu er það tilkynnt Twitter auk þess sem vinir þínir á twitter eða meerkat geta fengið tilkynningu í símann sinn eða spjaldtölvuna. Ég sé ýmsa möguleika til að senda út efni – þið fylgist bara með á @arnisvanur.
Blogg
Færslur um hvaðeina sem okkur þykir áhugavert. Notaðu hnappana til að sía eða flettu gegnum allt.
-
Snjalltæki og textinn
Ég bloggaði aðeins um það hvort og þá hvernig er hægt að nota snjalltækin – símana og spjaldtölvurnar – til að skrifa lengri texta. Það er hægt og árangurinn getur verið býsna góður.
-
Instagram, Vine og unglingarnir
Tvær Vine stjörnur gerðu allt vitlaust í Smáralindinni á dögunum. Hvað er Vine og hvað er instagram og er eitthvað hægt að nota þetta í kirkjustarfi? Fræðist um það á snjallkirkjublogginu.
-
Snjallsímafirring?
Snjöll stuttmynd um nýtt fyrirbæri. Má ekki nota orðið snjallsímafirring um þetta?