Krossinn og Múrinn eru bræður. Ég ræddi það í stuttu erindi sem ég flutti á ráðstefnunni World Without Walls sem Institute for Cultural Diplomacy hélt í Berlín. Það er hægt að lesa það og skoða myndirnar sem fylgdu á Medium.
Blogg
Færslur um hvaðeina sem okkur þykir áhugavert. Notaðu hnappana til að sía eða flettu gegnum allt.
-
Sex vonarberar
Í málstofunni á morgun ætlum við að ræða um nokkra glugga í jóladagatalinu og sýna dæmi. Meðal annars ætlum við að skoða framlag vonarberanna Sigurðar Árna, Margrétar Pálu, Toshiki, Jóns, Jónu Hrannar og Barböru. Til að einfalda undirbúninginn bjuggum við til spilastokk á YouTube þar sem hægt er að horfa á glugganan þeirra í röð.
Hverjir eru ykkar uppáhalds vonarberar?
-
Að vænta vonar í málstofu Guðfræðistofnunar
Við verðum með erindi í málstofu Guðfræðistofnunar á mánudaginn. Auglýsingin er svona:
Hvaða þýðingu hefur vonin í menningunni? Er vonin vænleg lífsafstaða í lífsbaráttunni? Hvaða merkingu hefur aðventan í huga þjóðarinnar?
Árni Svanur Daníelsson og Kristín Þórunn Tómasdóttir unnu verkefnið “Að vænta vonar – jóladagatal kirkjunnar 2010” fyrir síðustu aðventu, sem birtist á vef þjóðkirkjunnar, www.kirkjan.is. Þar tjáðu 24 einstaklingar, leikir og lærðir, sýn sína á vonina í stuttum myndbandsupptökum sem birtar voru á vefnum á hverjum degi frá 1.-24. desember.
Höfundar leituðu til nokkuð breiðs hóps einstaklinga sem tóku að sér hlutverk vonarbera sem lyftu upp hlutum sem þau tengja merkingu og mikilvægi vonarinnar, út frá boðskap kristinnar trúar og í samhengi menningarinnar. Útkoman er breitt litróf skoðana og stuttra hugleiðinga sem birta mynd af voninni í lífi fólks í samtímanum.
Í erindinu leitast höfundar við að setja vitnisburð jóladagatalsins í samhengi guðfræði vonarinnar á 20. öld og staðsetja boðskap þess í eftir-afhelguðum (post-secular) samtímanum.
Árni Svanur Daníelsson og Kristín Þórunn Tómasdóttir eru prestar. Þau hafa lært guðfræði á Íslandi, í Svíþjóð og í Bandaríkjunum. Þau hafa verið virk í umræðu um kirkju, guðfræði og þjóðmál á Íslandi og halda úti bloggi á www.arniogkristin.is.
Þið eruð velkomin 🙂
-
Þjóðkirkjan er þátttökusamfélag
Kristín flutti erindi Á nöfinni á föstudaginn var. Glærur og erindi eru komin á vefinn.
Öflug þátttökukirkja er lykillinn að framtíð kirkjunnar og því að hún lifi af sem sterk þjóðfélagsstofnun í fjölmenningarsamfélaginu. Þetta þýðir ekki síst breytingu í hugarfari okkar þegar við hugsum um hlutverk presta og leikmanna í kirkjunni. Prestar og launað starfsfólk í kirkjunni þurfa í auknum mæli að sinna utanumhaldi sjálfboðaliða og vera vakandi fyrir því hvað hvert og eitt hefur fram að færa í trúarsamfélaginu.