Árni og Kristín

Blogg

Færslur um hvaðeina sem okkur þykir áhugavert. Notaðu hnappana til að sía eða flettu gegnum allt.

  • Hjartabrosin

    Guð.
    Hjartabrosin eru.
    eins og aflstöðvar
    kærleikans í lífinu.

    Viltu gefa okkur bros á hjarta.
    Til að lýsa upp lífið okkar í dag.

    Guð.
    Viltu gefa okkur bros á varir.
    Til að deila með öðrum.
    Og gera þannig daginn þeirra betri en hann væri ella.

    Guð.
    Viltu brosa til okkar í dag.
    Svo að við megum brosa til annarra
    og séum þannig farvegur fyrir kærleikann þinn.
    Amen.

    Morgunbæn á Rás 1, 9. apríl 2013

  • Það er náungakærleikur

    Guð.
    Gæðum jarðar er misskipt.
    Sumir hafa mikið, aðrir lítið.

    Viltu gera okkur meðvituð og þakklát
    fyrir það sem við höfum.
    Viltu gera okkur meðvituð og örlát
    gagnvart þeim sem búa við skort.

    Viltu kenna okkur að gefa öðrum
    af því sem okkur hefur verið gefið.

    Því það er náungakærleikur.
    Amen.

    Morgunbæn á Rás 1, 8. apríl 2013

  • Fullvissan og loforðið

    Guð.
    Í dag og aðra daga
    viljum við ganga með þér
    í trausti til þess sem þú gefur okkur í öllum aðstæðum lífsins
    sem er fullvissan um lífið
    og loforðið um lífið.

    Viltu láta loforðið þitt
    um sigurinn yfir dauðanum
    taka sér bólfestu í okkur
    og móta bæði líkamann okkar og sálina
    þannig að við verðum boðberar lífsins
    og þar með boðberar þínir.
    Amen.

    Morgunbæn á Rás 1, 6. apríl 2013

  • Ég skil þig ekki Guð

    Guð.
    Stundum skiljum við ekki orðin þín.
    En þegar við horfum á Jesú,
    sjáum hvernig hann mætti fólki af umhyggju og í kærleika,
    þá þurfum við ekki að skilja allt.

    Því við skynjum hvernig þú mætir okkur
    og vitum hvernig við eigum að mæta öðrum.

    Af umhyggju og í kærleika.

    Viltu gefa okkur að mæta öðru fólki í dag
    eins og þú mætir okkur í Jesú.
    Amen.

    Morgunbæn á Rás 1, 5. apríl 2013.

  • Það eru páskarnir

    Guð.
    Vorið heldur innreið sína.
    Lífið kviknar.
    Það birtir á landinu okkar
    og í hjörtunum okkar.
    Það eru páskarnir.
    Tími birtu, tími lífs og tími vonar.
    Fyrir það viljum við þakka.
    Og yfir því viljum við gleðjast.
    Amen.

    Morgunbæn á Rás 1, 4. apríl 2013.

  • Guð, gerðu okkur þakklát í dag

    Guð,
    viltu hjálpa okkur að meta lífið
    í öllum sínum fjölbreytileika,
    meta það sem við þiggjum frá þér
    og frá fólkinu sem við mætum.
    Viltu minna okkur á að þakka fyrir allt
    sem er svo reglulegur hluti af lífinu að lítum á það sem sjálfsagðan hlut
    – og að þakka fyrir fólkið í kringum okkur og það sem aðrir gera fyrir okkur.

    Guð, gerðu okkur þakklát í dag.
    Amen.

    Morgunbæn á Rás 1, 3. apríl 2013.