Árni og Kristín

Blogg

Færslur um hvaðeina sem okkur þykir áhugavert. Notaðu hnappana til að sía eða flettu gegnum allt.

  • #PrayForParis #PrayForBeirut

    Lífsins Guð. París og Beirut eru í huga okkar og hjarta.

    Við biðjum fyrir þeim sem týndu lífi sínu í gær og fyrradag. Fyrir þeim sem hafa misst ástvini. Fyrir þeim sem lifa í gíslingu og fyrir þeim sem finnst lífið aldrei verða samt. Við biðjum fyrir þeim sem bíða milli vonar og ótta við hlið þeirra sem þau elska og berjast fyrir lífi sínu.

    Við biðjum fyrir þeim sem hjálpa, fyrir heilbrigðisstarfsfólki og löggæslu, fyrir þeim sem gegna ábyrgðarstöðum í almannaþágu og taka ákvarðanir í okkar þágu.

    Fyrst og síðast biðjum fyrir heiminum okkar, sem þú elskar, en er svo brotinn og varnarlaus. Sendu ljós þitt og kærleika inn í aðstæður myrkurs og ótta. Komdu til okkar þegar við finnum bara reiði og vanmátt, hjálpaðu okkur að finna traust og kærleika í systrum okkar og bræðrum.

    Rjúf vítahring ofbeldis og fordóma, gef okkur kraft til að berjast fyrir hinu góða í þágu allra.

    Amen.

  • A prayer for refugees

    Almighty God, you so loved the world that you became one of us. Help us hear your calling to also love the world and serve our neighbour. Help us make room for those who come to our countries from afar and make them feel welcome. Make us willing to share the resources we are so blessed with.

    Loving God, you made us in your image. Help us see your image in every man, woman and child we meet. Let us remember that the sea of refugees in the world consists of individuals with their own names, own history, special experiences and dreams. Each and every one is created in your image, endlessly worthy and holy. Each and every one is precious to you and holds endless worth in your eyes.

    God of life, we thank you for your son, who became one of the many who are forced to leave their homes in search for security and shelter. We pray for all children who suffer and are afraid, because their homes are not safe. We pray for all children who are on the run, who are living in camps or in unsafe places. We pray for those children who did not make the journey to safety alive.

    Gracious Lord, we thank you for those who seek protection and new life in our homecountry. Let us see their gifts and talents so they can be included in a loving and serving community. Give authorities eyes of love and courage, so they might respect every human being, no matter where they come from. Give peace and righteousness in our world.

    We pray through your son and our brother, Jesus Christ. Amen.

    Written for the Ecumenical Prayer Cycle of the WCC.

  • Bæn á Alþjóða geðheilbrigðisdegi

    Á Alþjóða geðheilbrigðisdegi biðjum við.

    Drottinn Jesús Kristur sem ert risinn upp frá dauðum en berð enn með þér merki þjáningarinnar. Vertu með þeim sem ganga um dauða skuggans dal. Gefðu að við megum styðja þau og styrkja í hverri áskorun, í áþján misskilnings og særandi merkimiða.

    Þegar við erum óttaslegin, áhyggjufull og særð biðjum við þig að vera nærri. Þegar við missum tökum á veruleikanum biðjum við þig að halda fast í okkur. Þegar við gleymum hver við erum biðjum við þig að minna okkur á hver við erum. Þegar við erum í myrkrinu biðjum við þig að heyra harmljóð okkar.

    Góði Guð, þegar önnur eru særð, gerðu okkur að blessun þeirra, þótt við séum brotin sjálf. Þegar við heyrum ekki rödd umhyggju þinnar, finnum okkur ekki í faðmi kærleika þíns, biðjum við þig að styðja okkur í raunum okkar og gefa okkur framtíð þar sem við finnum vonina og erum örugg í þínum friði.

    Guð sem annast allt, styrktu okkur og fjölskyldur okkar svo við megum takast á við geðræn vandamál. Dýpkaðu skilning okkar. Kenndu okkur þolinmæði. Auktu getu okkar til að finna til samúðar og umburðarlyndis gagnvart öðrum. Hjálpaðu okkur að verða ekki fyrir aðkasti fordómafullra og fávísra og þeirra sem bera ekki hag annarra fyrir brjósti.

    Almáttugi Guð, leyfðu okkur að deila vegferðinni með öðrum, finna styrk í samfélagi með öðrum og að byggja saman samfélag stuðnings og líknar. Hlúðu að okkur og styrktu með kærleika þínum og skilningi, svo við getum breytt rétt og þjónað af umhyggju, linað þjáningar, annast aðra og rétt hjálparhönd.

    Amen.

  • Leyfðu okkur að vera hendur þínar

    Í dag er dagur kærleiksþjónustunnar í þjóðkirkjunni. Í dag lyftum við upp þjónustunni við náungann sem er kjarnaatriði í kristinni trú og lífi og birtir okkur trúna í verki. Í sögunni af miskunnsama Samverjanum erum við minnt á okkur á að við spyrjum ekki um trú eða stétt eða stöðu þess sem er í neyð heldur nálgumst hann sem náunga sem þarfnast handa okkar í þjónustu. Í Matt 25.35-36 lesum við svo um inntak kærleiksþjónustunnar:

    Því hungraður var ég og þér gáfuð mér að eta, þyrstur var ég og þér gáfuð mér að drekka, gestur var ég og þér hýstuð mig, nakinn og þér klædduð mig, sjúkur og þér vitjuðuð mín, í fangelsi var ég og þér komuð til mín.

    Í dag viljum við deila þremur bænum með ykkur og gera það að okkar.

    I. Þakklæti

    Drottinn Guð, við þökkum þér fæðuna og minnumst þeirra sem hungur sverfur að.
    Við þökkum þér líf og heilsu og minnumst þeirra sem eru sjúk og deyjandi.
    Við þökkum þér vini og fjölskyldu og minnumst þeirra sem eru einmana.
    Við þökkum þér frelsið og minnumst þeirra sem eru í fangelsi, og í fjötrum fíknar og skulda.

    Leyfðu okkur að tjá þakklætið til þín í þjónustu við aðra.

    II. Vitnisburður

    Góði Guð. Hjálpaðu okkur að sjá son þinn, Jesú Krist, í hverjum bróður og systur sem við mætum.
    Líka þeim sem eru ólík okkur, hafa aðra trú, annað tungumál, annan bakgrunn og annan efnahag.
    Öll eru þau í þinni mynd og óendanlega dýrmæt í þínum augum, eins og við sjálf.

    Leyfðu okkur að bera trú okkar á þig vitni með þjónustunni við aðra.

    III. Hendur

    Lifandi Guð. Lát okkur minnast að allt sem við gerum einum okkar minnstu bræðra og systra, gerum við þér.
    Þegar við heimsækjum, heimsækjum við þig, þegar við gefum að borða, gefum við þér að borða,
    þegar við gefum, gefum við þér, þegar við elskum, elskum við þig.

    Leyfðu okkur að vera hendur þínar á jörðu í þjónustunni við aðra.

  • Lófinn og lífsins bók

    Guð.
    Á skírnardegi vorum við nefnd með nafni
    og þú skrifaðir nafnið okkar í lífsins bók
    og ristir nafnið okkar í lófa þinn
    eins og við gerðum á unglingsárum
    þegar við vorum skotin í einhverjum
    og skrifuðum nafnið þeirra í lófann.
    Þau nöfn dofnuðu og hurfu þegar lófinn var þveginn,
    en nöfnin okkar okkar dofna ekki,
    þau er að eilífu í lófanum þínum.
    Takk fyrir að þú þekkir okkur og þekkir nöfnið okkar.
    Takk fyrir að þú ert okkar Guð.
    Amen.

    Morgunbæn á Rás 1, 16. apríl 2013. Innblásið af vini mínum Kristjáni Vali sem er uppáhaldsskáld.

  • Orðin okkar

    Guð.
    Þú skapaðir okkur með hjarta og huga og munn.
    Til að elska, hugsa og tala.
    Orðin okkar geta dregið fólk niður og sært.
    Og þau geta lyft í hæðir, huggað og hlýjað.
    Viltu gera hjartað okkar hlýtt í dag,
    hugsann umhyggjusaman
    og munninn farveg fyrir falleg orð.
    Þannig að þau sem við mætum í dag fari frá okkur
    léttari í spori og glaðari í hjarta.
    Vitandi að þau séu metin, virt og elskuð.
    Amen.

    Morgunbæn á Rás 1, 15. apríl

  • Sólartakk

    Guð.
    Það er svo gott að upplifa sólina á morgnana.
    Sjá hana gægjast upp yfir fjöllin og lýsa upp landið.
    Horfa mót henni og píra augun og finna ylinn á andlitinu.
    Þiggja næringuna sem er í geislum hennar.
    Fyrir það viljum við þakka í dag
    og biðja þig að gera okkur að sólargeisla
    í lífi fólksins í kringum okkur.
    Bæði þeirra sem við þekkjum
    og hinna sem við þekkjum ekki.
    Amen.

    Morgunbæn á Rás 1, 13. apríl.

  • Leik-, lífs- og trúargleði barnanna

    Guð.
    Þú sagðir okkur að vera eins og börnin
    til að skilja þig og nálgast þig.
    Viltu gefa okkur leikgleði barnanna, lífsgleði barnanna og trúargleði barnanna –
    sem eru svo opin gagnvart lífinu og gagnvart þér.
    Viltu hjálpa okkur að standa vörð um börnin sem minna mega sín og um barnið í okkur sjálfum.
    Amen.

    Morgunbæn á Rás 1, 12. apríl.

  • Gefðu ró

    Guð.
    Á hverjum degi upplifum við augnablik
    sem gefa tilefni til að gleðjast og vera hamingjusöm.
    Stundum sjáum við þau ekki
    því við göngum svo hratt gegnum lífið
    eða erum upptekin af því slæma.
    Viltu gefa okkur ró í huga og hjarta
    til að lifa hægt og upplifa augnablikin
    þar sem gleðin er fullkomin.
    Amen.

    Morgunbæn á Rás 1, 11. apríl.

  • Brennandi

    Guð.
    Viltu ganga með okkur til Emmaus, eins og með lærusveinunum forðum daga.
    Til okkar Emmaus.
    Viltu gefa okkur brennandi hjarta
    þegar við lesum um þig.

    Brennandi munn
    þegar við tölum um þig.

    Brennandi hendur þegar okkar hendur
    sem verða þínar hendur,
    til góðra verka í heiminum sem við lifum í.
    Amen.

    Morgunbæn á Rás 1, 10. apríl.