Það var gaman að taka þátt í hverfishátíðinni Laugarnes á ljúfum nótum um helgina. Mikill fjöldi fólks lagði leið sína á torgið við Laugarneskirkju þar sem fulltrúar félaganna í hverfinu buðu upp á fjölbreytta dagskrá. Skólahljómsveitin lék, skátarnir reistu klifurvegg og seldu kandífloss, foreldrafélögin buðu upp á pylsur, félagsmiðstöðin leiddi miðaldaskylmingar, kórar og hljómsveitir kirkjunnar léku og Rebbi refur kíkti í heimsókn. Í safnaðarheimilinu var basar og kaffisala. Svo voru hoppikastalar og risa-fússball og sitthvað fleira.
Allir skemmtu sér vel og glöddust í góða veðrinu eins og myndirnar bera með sér. Við hlökkum til að undirbúa hátíðina að ári og þökkum fyrir gott samstarf. Það gott að vera í Laugarneshverfinu!