Disney myndin um prinsessurnar Elsu og Önnu er í miklu uppáhaldi á heimilinu. Dæturnar okkar eru snillingar í að finna lögin úr Frosin á YouTube í margvíslegum útgáfum. Þessi útgáfa af Let it Go er í sérklassa. Hér syngur Brian Hull lagið með röddum ótal margra söguhetja úr Disneymyndum.
Á fertugasta og sjöunda gleðidegi viljum við þakka fyrir alla áhugalistamennina, eins og Brian Hull, sem taka þekkt verk og gera þau að sínum og leyfa okkur hinum að njóta.
Gleðidagarnir eru fimmtíu og standa frá páskum til hvítasunnu. Einu sinni á dag deilum einhverju uppbyggilegu og þakkarverðu með lesendum bloggsins okkar.
Leave a Reply