Einmanaleikinn er leiðinda fylgifiskur manneskjunnar. Þegar við mætum honum er gott að hafa í huga að ólíkt ýmsu öðru sem kreppir manneskjuna glímum við öll við einmanaleikann endrum og sinnum. Þá er líka gott að hafa í huga að við getum bægt einmanaleikanum frá okkur með einföldum hætti: með því að rétta út hendina og tengjast öðrum. Seth Godin skrifar:
Um leið og við áttum okkur á því að manneskjan sem situr við hliðina á okkur þarfnast okkar … getum við nálgast hana og einmanaleiki beggja gufar upp.
Á þriðja gleðidegi viljum við þakka fyrir annað fólk, sem við getum nálgast og nálgast okkur, sérstaklega þegar við erum einmana.
Myndin með bloggfærslunni er tekin á listahátíð 2009 á loftfimleikasýningu fjöllistahópsins Strange Fruit.
Leave a Reply