Ég var í Háskólabíói í morgun og hlustaði á þrjá markaðsmenn flytja fyrirlestra um fræðin sín. Fyrstur á svið var George Bryant, á eftir honum kom íþróttaálfurinn Magnús Scheving og loks steig markaðsgúrúinn Seth Godin á svið. Ég sat með spjaldið í kjöltunni og tísti án afláts. Þetta gefur kannski örlitla innsýn í magnaðan morgun. Ég lærði heilmikið og fór heim innblásinn.
Takk Ímark.
Leave a Reply