Þrír prestar bjóða sig fram til þjónustu sem vígslubiskup á Hólum. Það eru:
- Gunnlaugur Garðarsson, sóknarprestur í Glerárkirkju á Akureyri
- Kristján Björnsson, sóknarprestur í Vestmannaeyjum
- Solveig Lára Guðmundsdóttir, sóknarprestur á Möðruvöllum
Á pinboard eru vísanir á umfjöllun um vígslubiskupskjörið sem verða uppfærðar eftir því sem tími gefst til. Samkvæmt mbl.is er gert ráð fyrir að kjörgögn verði send út um miðjan maí og að talningu verði lokið innan tveggja vikna frá því. Það ætti því að liggja ljóst fyrir hver mun þjóna Hólum þegar Agnes Sigurðardóttir verður vígð 24. júní.
Leave a Reply