Við vorum á Glerártorgi í dag með skemmtilegum unglingum úr æskulýðsfélögum víða um land. Þau stóðu fyrir dagskrá á þessu markaðstorgi verslunarinnar og söfnuðu peningum til að frelsa þrælabörn á Indlandi úr ánauð. Það er einmitt meginefni og markmið landsmóts æskulýðsfélaga sem nú stendur yfir á Akureyri. Þetta eru metnaðarfullir krakkar sem gaman er að fylgjast með. Þau ætla sér ekkert minna en að breyta heiminum.
Við styðjum þau og við höfum trú á þeim.
Leave a Reply